Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Rwenzori - fjallganga sem á sér ekki hliðstæðu

Mt Stanley fjallið - mynd fengin hjá Rwenzori.com

Ferðin í hnotskurn

 • Ferð áætluð: Ágúst 2017
 • Lengd: 12 dagar
 • Land: Uganda
 • Hápunktar: Rwenzori fjöllin

Ævintýraleg gönguferð fyrir ævintýragjarna

Í aldaraðir hefur Afríka laðað til sín fólk í leit að ævintýrum sem ekki gefst færi á að upplifa annars staðar. Fáir staðir í heiminum eru jafn framandi og sveipaðir eins mikilli dulúð. Óvíða er dýralífið jafn fjölbreytt og mannlífið og menningin eins litrík.

Við erum að bjóða upp á 6 daga fjallgöngu þar sem farið verður langt inn í regnskóg Rwenzorifjallanna sem eru á landamærum Uganda og Congo. Þessi fjallgarður er einstæð náttúruperla en þau hafa m.a. verið kölluð fjöll tunglsins sökum sérstakrar náttúru og gróðurs sem þar finnst.

Verð

Verð: USD 3,250 á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli USD 3,900.
 
Sendu okkur fyrirspurn til að fá nánari upplýsingar um þessa ferð.
Trjáljón í Ishasha
Ankole nautgripir
Besta guacamole í heimi
Fílamamma með fílskálfi
Fyrir nánari upplýsingar getið þið smellt á tenglana hér fyrir neðan:
Leiðarlýsing

Dagur 1, Ferðadagur
Lagt af stað frá Íslandi áleiðis til Nairobi í Kenya.

Dagur 2, Ferðadagur
Lent verður í Nairobi snemma morguns og farið með tengiflugi til Entebbe í Uganda. Því næst keyrum við inn til höfuðborgarinnar, Kampala og upp á hótel. Eftir langt flug verður gott að koma upp á hótelið og safna kröftum fyrir gönguna. H+K


Einstakt umhverfi Rwenzori fjallanna

Dagur 3, Ferðadagur - Upphafsstaður göngu
Við leggjum eldsnemma af stað til Kasese sem er í nánd við þjóðgarðshlið Rwenzorifjallanna. Gist verður á Santon Hotel. Keyrsla til Kasese u.þ.b. 7 tímar. M+H+K

Dagur 4, Rwenzorifjöllin – Nyabitaba búðir (2.652 m)
Eftir morgunverð er keyrt að þjóðgarðshliði Rwenzorifjallana, Nyakalengija (1.646 m) þar sem gangan hefst. Þar munum við hitta leiðsögu- og burðarmenn á fjallið og þar erum við skráð inn í þjóðgarðinn. Í byrjun göngunnar verður gengið í gegnum kaffiekrur. Eftir að við höfum farið yfir Mahoma ána þarf að klífa bratta, skógi vaxna hlíð alveg upp á brún þar sem umbunin er fallegt útsýni yfir Portal tindana til Nyabitaba búðanna þar sem gist verður fyrstu nóttina. Reikna má með 4-5 tíma göngu. M+H+K

Dagur 5, Rwenzorifjöllin – John Matte búðir (3.414 m)
Gengið niður að Mubuku og Bujuku ánum. Gengið upp að John Matte búðum, um 4-5 tíma ganga. M+H+K


Horft út úr Rwenzori fjallgarðinum

Dagur 6, Rwenzorifjöllin – Bujuku búðir (3.962 m)
Gengið í fallegu umhverfi meðfram Bigo mýrum sem leiða okkur að Bigo búðum. Farið er yfir plankabrú á efri Bigo mýrum. Eftir það tekur við mun brattari kafli þar sem lokatakmark dagsins er Bujuku vatnið. Ef við erum heppin, fáum við að sjá ótrúlega fallegt útsýni yfir Stanley sléttuna. Gist í Bujuku búðum sem er í um 20 mín göngufæri frá Bujuku vatni. Um 4-5 tíma ganga. M+H+K

Dagur 7, Rwenzorifjöllin – Kitandara Hut (4.023 m)
Frá Bujuku búðunum liggur leiðin um Scott Elliot skarð (4.372 m) sem er hæsti punkturinn í ferðinni. Þetta er grýtt og brött leið í hlíðum Mt. Baker fjalls en útsýnið yfir Margherita tindinn, Elena og Savoia jöklana ásamt Mt. Baker er stórfenglegt. Þaðan göngum við í gegnum fen niður að neðra Kitandara vatni þar sem búðirnar eru. Gangan tekur um 5 tíma. M+H+K

Dagur 8, Rwenzorifjöllin – Guy Yeoman búðir (3.261 m)
Þennan dag verður gengið upp brattann að Freshfield skarði, í Mobuku dalnum þar sem furðuplöntur vaxa í hrjóstrugum jarðveginum (4280m hæð). Mobuku dalurinn er afar fallegur og þar er að finna Kabamba fossana sem og útsýni yfir Baker fjall. Þaðan er gengið niður að Guy Yeoman búðum þar sem gist verður. Þessi leið getur tekið um 6 tíma. M+H+K

Dagur 9, Rwenzorifjöllin – Nyakalengija (1.646 m)
Síðasta dag leiðangursins förum við frá Guy Yeoman í gegnum blautan mýrarskóginn niður nokkra bratta hryggi að Kichuchu klettum (sem þýðir „rykugi staðurinn“). Leiðin sem farin verður er á köflum mjög brött og sleip. Staðurinn er sá á leiðinni sem er sérstaklega varhugaverður og hér reynir á taugarnar. Á þessum stað göngugötunnar verður á vegi okkar beljandi á sem æðir áfram á sleipu, hrjóstrugu yfirborði. Nýlega hefur verið settur stuðningur í formi trjástiga til að auðvelda fólki yfirferð. Komið til Nyakalengija og keyrt þaðan aftur upp á Santon hótelið og farið í langþráða, heita sturtu. M+H

Dagur 10, Kassese til Kampala
Dagurinn tekinn rólega en svo keyrt sem leið liggur inn til Kampala. M

Dagur 11, Kampala
Síðasti dagur ferðar. Frjáls dagur. Þennan dag er t.d. hægt að fara inn í Kampala og skoða markaði og kynnast daglegu amstri fólks.M

Dagur 12, Ferðadagur
Lagt af stað heim á leið.M

Innifalið / Ekki innifalið

Innifalið

 • Íslenskur fararstjóri
 • Allur akstur frá upphafi ferðar til loka skv. leiðarlýsingu
 • Innfæddir bílstjórar
 • Matur (skv. lýsingu)
 • Gisting (skv. lýsingu)
 • Þjóðgarðar og þjóðgarðsgjöld
 • Innfæddir fararstjórar þar sem við á
 • Leiðangurs- og burðarmenn á fjallið (á toppinn).

Ekki innifalið

 • Flug
 • Ferðatrygging
 • Vegabréfsáritanir
 • Gos- og áfengir drykkir
 • Sérferðir
 • Þjórfé

Skráðu þig núna, engin skuldbinding

Nánari upplýsingar og myndir

 Augnablikið

Strákar að leik við Kazinga sundið, Uganda

 Vissir þú

Árlega deyr fleira fólk í Afríku af völdum krókódíla en ljóna

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn