Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Kilimanjaro göngu- og safaríferð

Uhuru tindurinn

Ferðin í hnotskurn

 • Ferð áætluð: September 2016
 • Lengd: 11 dagar
 • Land: Tanzanía

Ævintýraleg ferð til Tansanínu; leiðangur á hæsta frístandandi fjall í heimi og safariferð um þjóðgarða Tansaníu.

Ferðin byrjar á sex daga fjallgöngu á Kilimanjaro hæsta fjall í Afríku (5895m). Leiðin sem farin verður heitir Rongai. Gist er í tjöldum alla leiðina. Rongai leiðin er mjög skemmtileg og er lengst þeirra leiða sem í boði er að fara og gerir gönguna léttari fyrir vikið. Eftir leiðangurinn á „Kili” munum við skoða vilt dýralíf í Tarangire og Ngorongoro þjóðgörðunum þar sem er að finna fjölda dýra.

Almennar upplýsingar um Kilimanjaro

Fyrir þá sem vilja er svo hægt að enda ferðina á nokkura daga dvöl á hinni kynngimögnuðu eyju Zanzibar.

Verð

Verð: USD 3,800 á mann í tvíbýli.
 
Sendu okkur fyrirspurn til að fá nánari upplýsingar um þessa ferð.
Súpan hituð
Upp upp mín sál
Zanzibar Coffee House
Elín Þorgeirsdóttir
Fyrir nánari upplýsingar getið þið smellt á tenglana hér fyrir neðan:
Leiðarlýsing

Upplýsingar um daga og skipulag ferðarinnar

Dagur 0. - 3. mar - Ferðadagur

Flogið frá Íslandi og áleiðis

Dagur 1. - 4. mar - Tansania-Moshi - Upphaf ferðar:

Komið til Moshi, við rætur Kilimanjaro. Gist á AMEG Lodge sem er á kyrrlátum stað í Moshi. Þennan dag getum við notað til að slaka á eftir flugið.
( K )

Dagur 2. - 5. mar - Nalemoru (1.950m) að Simba búðunum (2.600m)

Þennan dag hefst gangan á fjallið. Keyrt er frá Moshi að Nalemoru hliðinu sem markar upphaf Ronga leiðarinnar. Gengið er í gegnum þéttan regnskóg og gresjur að Simba búðunum sem eru í 2600m hæð. Á leiðinni má oft sjá apa og önnur skógardýr. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 3. - 6. mar - Simba búðir að Second Cave (3.450m)

Nú hægist aðeins á göngunni þegar farið er yfir 3000m hæð. Landslagið breytist ört þegar hæðin eykst. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 4. - 7. mar - Second Cave að Third Cave (3.850m)

Gengið er um hrjóstrugra landslag en áður upp í u.þ.b 3.850m hæð. Flestir finna fyrir hæðinni í formi mæði og þreytu. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 5. - 8. mar - Third Cave að Kibo (4.750m), 4km:

Gangan verður erfiðari og erfiðari eftir því sem hæðin eykst. Eftir hádegi ættu allir að vera komnir að School hut 4750 m, og líklegt er að flestir hafi hægt um sig í þessari miklu hæð. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 6. - 9. mar - Kibo - UHURU tindur (5.895m) - Horombo (3.700m), 19km:

Rétt eftir miðnætti er lagt af stað til að takast á við lokaáfanga göngunnar. Gengið upp bratta hlíð að Gilman's point. Þeir sem hafa orku ganga í aðra 2,5 - 3 tíma að Uhuru tindinum (5895m). Það er erfiðisins virði því að þegar tindinum er náð og horft er yfir hinar víðfeðmu sléttur Austur Afríku er hægt að sjá með berum augum að jörðin er kúpt! Ofan af tindinum er gengið rösklega alla leið niður að Horombo Hut. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 7. - 10. mar - Horombo að Marangu Gate (1.980m), 18km:

Lagt af stað frá Horombo Hut og komið til Marangu Gate, þaðan er keyrt til Moshi þar sem langþráð og vel verðskulduð sturta bíður. Gist á AMEG Lodge . Gist verður á AMEG Lodge.
( M / H / K )

Dagur 8. - 11. mar

Eftir góðan morgunmat verður keyrt af stað í Tarangire þjóðgarðinn í safarí. Þar sem margir verða eflaust stirðir eftir hlaupið verður stoppað oft á leiðinni til að rétta úr fótum. Gist á Tarangire Sopa Lodge.
( M / H / K )

Dagur 9. - 12. mar - Tarangire og Ngorongoro þjóðgarðarnir - safarí:

Þennan morgun er vaknað snemma og eftir morgunverð er lagt af stað í safaríferð. Keyrt verður um Tarangire þjóðgarðinn fram að hádegi en eftir hádegismat er stefnan tekin á Ngorongoro garðinn. Ngorongoro er gígur, um 20km í þvermál, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Ofan í gígnum er mikið dýralíf, um 7.000 gnýir, 4.000 sebrahestar, 3.000 Eland gasellur, 3.000 Thomson's gazellur og yfir 60 ljón. Uppi á brún gígsins má einnig finna hlébarða, fíla buffala og Reedbuck. Hægt er að fara í göngusafarí í garðinum ef fólk vill. Gist á Ngorongoro Sopa Lodge.
( M / H / K )

Dagur 10. - 13. mar - Ngorongoro þjóðgarðurinn - Moshi:

Haldið verður af stað við sólarupprás á fjórhjóladrifnum jeppum. Það er ólýsanleg tilfinning að aka um sléttur Afríku og sjá flest þau dýr sem við þekkjum þar sem þau reika um villt. Miklar líkur eru á að sjá fíla, gíraffa, zebra og mörg, mörg fleiri dýr. Eftir hádegismat er haldið af stað til Moshi. Gist verður á AMEG Lodge.
( M / H / K )

Dagur 11. - 14. mar

Haldið af stað heim til Íslands eða, fyrir þá sem þyrstir í fleiri ævintýri, flogið til hinnar kynngimögnuðu eyju Zanzibar.

Dagsplan og verð birt með fyrirvara um breytingar

Innifalið / Ekki innifalið

Innifalið

 • Íslenskur fararstjóri
 • Innfæddir enskumælandi leiðsögumenn á Kilimanjaro
 • Matur (sjá lýsingu)
 • klifurgjöld
 • þjóðgarðsgjöld
 • kokkur
 • burðarmenn

Ekki innifalið

 • Millilandaflug
 • Innanlandsflug
 • Ferðatrygging
 • Vegabréfsáritanir
 • Gos og áfengir drykkir
 • Þjórfé - Ráðlegt er að borga ca $100-$130 til leiðangursstjórans á Kilimanjaro þegar niður er komið.

Skráðu þig núna, engin skuldbinding

Nánari upplýsingar og myndir

 Augnablikið

Vangamynd af Shoe Bill fuglinum í Entebbe, Uganda

 Vissir þú

Svipgerð Afríkubúa er fjölbreyttari en á meðal íbúa í öllum öðrum heimsálfum

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn