Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Kilimanjaro í september 2016

Á Uhuru tindinum

Ferðin í hnotskurn

 • Ferð áætluð: September 2016
 • Lengd: 8 dagar
 • Land: Tanzanía
 • Hápunktar: Ferð fyrir fólk með ævintýraþrá
 • Lágmarks fjöldi í ferð: 6

Ævintýraleg ferð til Tansanínu; leiðangur á hæsta frístandandi fjall í heimi.

Það að ganga á Kilimanjaro, hæsta fjall í Afríku (5895m) er eitthvað sem margir láta sig dreyma um og nú er tíminn til að láta þann draum verða að veruleika. Leiðin sem farin verður upp fjallið heitir Rongai, en svo er gengið niður Marangu leiðina. Gist er í tjöldum alla leiðina. Rongai leiðin er mjög skemmtileg en hún er jafnframtlengst þeirra leiða sem í boði er að fara og gerir gönguna léttari fyrir vikið. Þetta er sannkölluð ævintýra ferð, það er ekki bara gengið á hæsta frístandandi fjall í heimi heldur líka í gegnum öll 7 gróðurbelti jarðar í sömu ferð.

Almennar upplýsingar um Kilimanjaro

Verð

Verð: USD 2,600 á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli USD 2,900.
 
Sendu okkur fyrirspurn til að fá nánari upplýsingar um þessa ferð.
Zanzibar Coffee House
Drottning afrísku fjallanna
Óþroskaðir negulnaglar
Ys og þys á markaðinum
Fyrir nánari upplýsingar getið þið smellt á tenglana hér fyrir neðan:
Leiðarlýsing

Upplýsingar um daga og skipulag ferðarinnar

Dagur 0. - Ferðadagur

Flogið frá Íslandi og áleiðis

Dagur 1. - Tansania-Moshi - Upphaf ferðar:

Lent í Moshi við rætur Kilimanjaro. Gist á Ameg Lodge sem er á kyrrlátum stað í Moshi. Þennann dag getum við notað til að slaka á eftir flugið.
( K )

Dagur 2. - Hvíldardagur:

Farið yfir gönguna og önnur mikilvæg mál. Flugþreytan endanlega kvödd og farið snemma í háttinn Gist verður á AMEG Lodge.
( M / K )

Dagur 3. - Nalemoru (1950m) að Simba búðunum (2600m), 7km:

Þennan dag hefst gangan á fjallið. Keyrt er frá Moshi að Nalemoru. Gengið er í gegnum þéttan regnskóg og gresjur að Simba búðunum sem eru í 2600m hæð. Á leiðinni má oft sjá apa og önnur skógardýr. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 4. - Simba búðir (2600m) að Third Cave (3850m), 6km:

Nú hægist aðeins á göngunni þegar farið er yfir 3000m hæð. Landslagið breytist ört þegar hæðin eykst. Seinni hluta dags er gengið um hrjóstrugara landslag að í uþb 3800 m hæð. Flestir finna fyrir hæðinni, mæði og þreytu. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 5. - Third Cave (3850m)

Hér er ráðlegt að dvelja eina aukanótt til að aðlagast betur hæðinni. Hér er ágætt að fara í stutta göngutúra út frá búðunum. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 6. - Third Cave (3850m) að School Hut (4750m), 4km:

Gangan verður erfiðari og erfiðari eftir því sem hæðin eykst. Eftir hádegi ættu allir að vera komnir að School hut 4750 m, og líklegt er að flestir hafi hægt um sig í þessari miklu hæð. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 7. - School Hut (4750m) - UHURU tindur (5895m) - Horombo Hut (3700m), 19km:

Rétt eftir miðnætti er lagt af stað til að takast á við loka áfanga göngunnar. Gengið upp bratta hlíð að Gilmans point. Þeir sem hafa orku ganga í aðra 2,5 - 3 tíma að Uhuru tindinum (5895m). Það er samt erfiðisins virði því að þegar tindinum er náð og horft er yfir hinar víðfeðmu sléttur Austur Afríku er hægt að sjá með berum augum að jörðin er kúpt! Ofan af tindinum er gengið rösklega alla leið niður að Horombo Hut. Gist í tjöldum.
( M / H / K )

Dagur 8. - Horombo Hut (3700m) að Marangu Gate (1980m), 18km:

Lagt af stað frá Horombo Hut og komið til Marangu Gate, þaðan er keyrt til Moshi þar sem að lang þráð sturta bíður. Gist á Ameg Lodge . Gist verður á AMEG Lodge.
( M / H / K )

Dagur 9. - Moshi – flogið áleiðis heim:

Þennan dag er keyrt flogið áleiðis heim.

Dagur 10. - Lent heima á Íslandi

Innifalið / Ekki innifalið

Innifalið

 • Íslenskur fararstjóri
 • Innfæddir enskumælandi leiðsögumenn á Kilimanjaro
 • Matur (sjá lýsingu)
 • klifurgjöld
 • Kokkur á fjallinu
 • Burðarmenn
 • Öll gjöld í þjóðgarða

Ekki innifalið

 • Millilandaflug
 • Innanlandsflug
 • Ferðatrygging
 • Vegabréfsáritanir
 • Gos og áfengir drykkir
 • Þjórfé
 • Sérferðir

Skráðu þig núna, engin skuldbinding

Nánari upplýsingar og myndir

 Augnablikið

Veiðimenn í eintrjánungum á Lake Bunyonyi, Uganda

 Vissir þú

Sahara er 9 milljón km2 að stærð

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn