Tanzanía

Tanzanía

Fáni Tanzaníu
Tanzanía United Republic of Tanzania
Stærð: 945,203 km²
Íbúafjöldi: 56 milljónir
Höfuðborg: Dodoma
Stjórn: Lýðræði
Forseti: John Magufuli
Þjóðartekjur: Landbúnaður, ferðamenn, námuvinnsla, náttúrugas
Útflutningur: Sykur, cashewhnetur, tóbak, negull, te, bómull, ofl.
Trú: Kristni, Íslam, andatrú (margir ættbálkar halda enn í sína fornu trú og siði) og Hindúar
Ættbálkar: Kikuyu 23%, Luhya 14%, Luo 13%, Kalenjin 11%, Kamba 10%, Kisii 6%, Meru 5%, Maasai 1.8%, Turkana 1.5%, Embu 1.2%, aðrir afrískir ættbálkar 15%, Asíubúar, Evrópubúar og Arabar 1%.
Tungumál: Swahili og enska mest töluð en annars ættbálkamál og arabíska á Zanzibar
Gjaldmiðill: Tanzaníu Shillingur (TZS) TSh
Rafmagn: 240W, 50 Hz (ath. breskar klær)
Tímabelti: GMT/UTC +3
Sími: +255
Tanzanía

Tanzanía er eitt þeirra landa sem telst til Austur Afríku og liggur meðal annars að Viktoríuvatni og er rétt sunnan miðbaugs, 942.799 km² að flatarmáli. Landið er víðast hærra en 200m yfir sjávarmáli nema á mjóu belti meðfram ströndum. Í Tanzaníu má finna hæsta frístandandi fjall í heimi, Kilimanjaro (5895m). Um landið teygjast hinar afrísku sléttur vítt og breitt um landið með stórkostlegu landslagi. Að Tanzaníu liggja Kenya, Uganda, Rwanda, Burundi, Kongo, Zambia, Malawi og Mozambique.

Tanzania - Location Map (2013) - TZA - UNOCHA

Saga Tanzaníu fyrir 18 öld

Upphaflega hét meginland Tanzaníu Tanganyika. Leifar af fyrsta manninum (Homo erectus) fundust í Tanzaníu í Olduvai dalnum. Lítið er vitað um sögu landsins fyrr á tímum en fyrstu skráðu heimildir eru taldar vera frá fyrstu öld fyrir Krist þegar ættflokkar frá Vestur Afríku komu til Austur Afríku. Úti við ströndina höfðu Tanzaníumenn afskipti af Aröbum og Portugölum alveg frá því um 800 eftir Krist. Arabar og aðrir verslunar- og viðskiptamenn hættu sér þó ekki inn í land fyrr en um miðja 17 öld. Evrópskir landkönnuðir fóru ekki að fara um landið fyrr en um miðja 18 öld og einna þekktastur af þeim eru Stanley og Livingstone.

Á 18 öld gerðu Þjóðverjar Tanzaníu að nýlendu og stofnuðu Þýska Austur Afríkufélagið 1887 og byggðu m.a. járnbrautarteina um landið. Þeir áttu erfitt uppdráttar og áttu í erfiðleikum með uppbyggingu og framfarir á svæðinu m.a. vegna hinnar illvígu TseTse flugu sem ber með sér blóðsníkjudýr (trypanosoma) sem veldur svefnsýki í nautgripum og fólki. Ekki bætti svo úr skák að þeir töpuðu stríðinu. Bretar tóku við stjórn á meginlandinu en þeir höfðu áður komist til valda á Zanzibar (eyju sem tilheyrir í dag Tanzaníu) sem áður hafði verið undir stjórn Araba.

Nútímasaga

Eftir seinni heimsstyrjöldina spruttu upp margvíslegir pólitískir þjóðernishópar en það var ekki fyrr en Tanganyika African National Union (TANU) undir stjórn Julius Nyerere kom fram á sjónarsviðið árið 1953 að eitthvað fór að gerast. Árið 1961 fékk Tanzanía (Tangayika) sjálfstæði þar sem Nyerere var fyrsti forseti lýðveldisins. Það var svo fyrir þrýsting frá meginlandinu að eyjurnar Zanzibar og Pemba fengu sjálfstæði tveimur árum síðar og þannig fæddist Tanzanía eins og hún er í dag.

Nýr forseti og sjálfstæði nægði ekki landinu til efnahagslegra framfara. Nyerere beitti róttækum sósíalsima í stjórn sinni og þótti það ansi róttækt miðað við að landið þurfti að reiða sig á þjóðir eins og Bandaríkin vegna fjárstuðnings. Með stuðningi Kínverja fóru yfirvöld að þjóðvæða efnahag landsins m.a. með því að samvæða eignir og fyrirtæki og skattlögðu efnameiri aðila upp úr öllu valdi til að reyna að rétta efnahaginn við.

Í kringum 1970 voru löndin Tanzanía, Kenya og Uganda í miklum samskiptum nánast eins og eitt samfélag þar sem gjaldmiðlar landanna voru notaðir á milli landa án nokkurrar fyrirhafnar, einnig var landamæragæsla nær engin og fólk fór á milli átakalaust. Þetta ástand gekk þó ekki til lengdar þar sem löndin þrjú eru mjög misleit menningarlega og pólitískt séð. Til ágreinings kom í kringum 1977 þar sem lokað var fyrir þessi óheftu samskipti og var Tanzanía öllu verr stödd en fyrr.

Margt gerðist á þessum tíma í sögu Tanzaníu sem jók á erfiðleika landsins en þó ekki allt sjálfskapað. T.d. voru erfiðleikar í kringum sameiningu Zanzibars við meginlandið og enn í dag líta Zanzibarbúar á sig sem sjálfstæða þjóð með eigin stjórn. Ekki virðist heldur hafa verið til bóta þegar upp komu fjölflokkakerfi í landinu. Einnig hefur það haft áhrif á efnahag og aðstæður að fjöldi Rwandabúa flúðu yfir til Tanzaníu í kjölfar þjóðarmorðanna 1994. Árið 1996 var öllu flóttafólki gert að flytja til baka til Rwanda en þó urðu margir eftir í Tanzaníu. Þessi aðgerð var gerð í samvinnu við forseta Tanzaníu, Benjamin Mkapa og var studd af Sameinu þjóðunum.

Í ágúst 1998 var ameríska sendiráðið í Dar es Salaam og í Nairobi sprengt af hryðjuverkamönnum og létust um 250 einstaklingar og meira en 5000 manns slösuðust. Þrátt fyrir alla erfiðleika landsins hefur Tanzanía verið frekar stöðug en sá stöðugleiki hefur annað slagið verið rofin af innbyrðis átökum og ættbálkaerjum.

Ástandið í dag

Árið 2000 var forseti landsins Benjamin Mkapa endurkjörinn og undir hans stjórn hafði efnahags- og pólitískt ástand landsins farið batnandi og efnahagur verið frekar stöðugur. Árið 2006 var Jakava Kikwete kjörinn forseti og hefur landið haldis stöðug síðan og einnig eftir a John Magufuli tók við sem forseti 2015.

Á síðustu árum hafa stjórnir Austur Afríkulandanna, Tanzaníu, Kenya og Uganda verið að styrkja efnahags- og stjórnmálasambönd sín. Túrismi hefur haft sitt að segja í uppbyggingu á efnahag landsins og hefur orðið gífurleg aukning í þeim geira undanfarin ár.

Hvenær er best að fara til Tanzaníu.

Hægt er er að ferðast til Tanzanínu á öllum árstímum. Margir velja að fara í júlí og ágúst en þá er veðrið svalt og þurrt. Á þessum tíma er t.d. gaman að fara í Tarangire þjóðgarðinn sem er þá upp á sitt besta. Einnig er desember – janúar mikill ferðamannatími í Tanzaníu en þá er heitt og rakara. Til að ná Serengeti í sínu besta skrúða þá mælum við ekki með þurrkatímabilinu enda eru dýrin þá aðallega í Masai Mara í Kenya.

Veðurfar

Rigningatímabilið er frá mars til maí og styttri rigningar frá nóvember til janúar. Þurrasti tíminn er frá júni til september og þá er hitastig um 28C. Uppi á hásléttunni er þó aðeins meiri líkur á smá vætu og hitastig aðeins lægra.

Þjóðerni

Í Tanzaníu er að finna rúmlega 120 afríska þjóðflokka og er meirihluti þeirra af Bantu uppruna en þeir komu frá vestri og suðri s.s. Sukumafólkið og svo eru það Nilotar sem komu frá Suður Súdan m.a. Masaiar.

Eins og í fleiri löndum Afríku þá hvatti stjórn landsins til landnáms Asíumanna á nýlendutímabilinu sem urðu framarlega í verslun og viðskiptum. Flestir innflytjenda af asískum uppruna í Tanzaníu koma frá Gujurat í Indlandi.

Evrópumenn hafa aldrei verið fjölmennir í Tanzaníu því að Tanganyika var aldrei landnemanýlenda. Helstu evrópuþjóðir sem hafa sest þar að eru Þjóðverjar, Bretar og Grikkir.

Tungumál

Fyrsta tungumál Tanzaníubúa er þeirra eigið ættbálkatungumál en Swahili og enska eru óopinber tungumál í Tanzaníu.

Trúarbrögð

61.4% Kristnir
35.2% Islam
2.0% Ættbálkatrú
1.4% önnur eða engin trú