Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Myndskeið

Hér höfum við safnað saman nokkrum myndskeiðum frá ferðum okkar til Afríku, hvort sem það eru myndskeið af dýralífi, mannlífi eða bara stemmningsmyndir!

Górillur í Rwanda

Myndskeið af górillum í Virunga fjöllunum, Rwanda en þangað fórum við í ferð í febrúar 2008. Hér má sjá Silfurbakinn í einum af górilluhópunum. Hann er hér að borða sellerí, rætur, greinar og fleira. Hann er svolítið aumur í sér (eins og heyrist af hljóðunum í honum) því hann er nýbúinn að vera að slást við annan Silfurbak um yfirráð yfir kvennhópi sínum. Hann þurfti að láta undan og er því einn á ferli. Það var algjörlega ógleymanleg upplifun að fylgjast með górillunum.

Raftað á Níl

Myndskeið sem sýnir Íslendinga sigla niður efstu 36 kílómetra Nílar í Uganda. Fjórar “fimmtu gráðu” flúðir eru á leiðinni og alveg víst að ferðin er ekki fyrir viðkvæma! Frábær skemmtun fyrir þá sem þora! Myndskeiðið hér að neðan er klippt til af Hjálmari Gíslasyni (Hjalla) og setti hann inn íslenskan texta líka þar sem við á.

Sögustund í Uganda

Við fengum óvænta sýningu leikhóps sem flutti fyrir okkur þrjú verk með tilheyrandi dansi og söng. Það hafði greinilega frést af okkur ferðalöngunum við hótelið en það var bara gaman að fá sýningu sem var ekki á vegum hótels heldur innfæddra. Hins vegar afsökuðu þau sig mikið af því að vera ekki með alla leikmuni og ekki alla búninga því þau komu með litlum fyrirvara. Það sem svo safnaðist í sarpinn fyrir þau fer til leikhópsins sem fer um bæina í kring og flytur heilræðisverk. Afskaplega skemmtilegt

 Augnablikið

Kvöldmistur á Lake Bunyonyi, Uganda

 Vissir þú

Blóm Baobab trésins eru sögð setin öndum sem geta verndað fólk gegn krókódílum

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn