Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Uganda

Ferðalangar við Kyambura Gorge

Stundum kallað Chambura Gorge. Rifa í jörðinni sem er 100 metrar að dýpt. Þar inní er regnskógur með svakalegt dýralíf eins og t.d. bavíana, vervet apar, red taled colobus apar, simpansar o.fl. Við sáum ekki simpansa en engu að síður var þetta mögnuð upplifun. Við böðluðumst í gegnum skóginn, stundum skriðum við á hnjánum, gengum inn í köngulóarvef, klifruðum á trjábol yfir Kyambura ána, misstum dót ofan í ána (ég) og margt fleira. Það eru um 85% líkur á því að sjá simpansa svo við vorum frekar óheppin. Hópurinn sem fór daginn eftir sá fullt af þeim. En svona er þetta...ekki hægt að stóla á dýralífið og þannig á það líka að vera!

 Augnablikið

Simpansar í Entebbe, Uganda

 Vissir þú

Flest Baobab tré verða um 500 ára gömul en sum verða allt að 2000 ára gömul

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn