Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Myndir frá Kenya

Krókódíllinn sniðugi

Þennan sáum við í Mzima springs (þaðan sem vatn er leitt alla leið til Mombasa (192 kílómetrar). Vatnið kemur úr uppsprettu sem liggur í eldfjallasvæði Chyulu hæða. Hér má sjá flóðhesta, krókódíla og fiska svamlandi um. Krókódíllinn plantaði sér fyrir framan fossasprænu og beið svo bara þolinmóður eftir því að fiskur rataði í kjaftinn. Sumir myndu segja hámark letinnar en okkur fannst hann bráðsniðugur. Þetta er Nílarkrókódíll en þeir eru næst stærsta krókódílategundin. Þeir eru afar vel syndir og komast ótrúlega hratt yfir á landi. Þeir eru með 64-68 tennur AÐEINS. Þessi var stór og hann vegur líklega um hálft tonn. Þeir geta orðið tæpir 6 metrar að lengd.

 Augnablikið

Strákar að leik við Kazinga sundið, Uganda

 Vissir þú

Kairó heitir Al-Qāhirah á arabísku og þýðir „Hinn sigurreifi“

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn