Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Myndir frá Kenya

Blettatígur á fleygiferð

Í Masai Mara þjóðgarðinum, Kenya. Þetta er það sem mann dreymir um og heldur að maður muni aldrei sjá á lífsleiðinni...blettatígur á fullri ferð að elta bráð. Því miður var myndin ekki nógu góð og voru nokkrar ástæður fyrir því. Ég var ég í bíl sem var fullur af fólki (meðal annars þremur börnum) og allir voru æstir og þar með mikil hreyfing í gangi. Stillingin sem ég var með á vélinni var ekki nógu góð (miðuð við minni hraða þar sem ég bjóst ekki við að sjá dýrið hlaupa á 100 kílómetra hraða). Linsan sem ég var með var mjög löng og hefði því líka þurft aðrar stillingar en ég var með því með lengri linsu þarf meiri birtu og meira ljósnæmi. Þetta var skársta myndin sem ég gat náð miðað við stöðuna. Geri betur næst! Bara svo þið vitið það....þá var þetta algjörlega stórkostleg stund og fátt sem toppar hana.

 Augnablikið

Boðin velkomin meðal Masai stríðsmanna í Masai Mara, Kenya

 Vissir þú

Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku og hæsta frístandandi fjall heims (5,895m)

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn