Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Myndir frá Kenya

Simpansi í Sweetwaters Animal Sanctuary

Við fengum leiðsögn um þennan magnaða stað og var okkur sagt frá því að þessum simpönsum hefði verið bjargað úr afar slæmum aðstæðum og báru margir þeirra enn skemmdir á sál og líkama. Til dæmis var einn sem hafði ekkert hár á höfðinu því hann missti það sökum streitu. Annar hafði verið geymdur í pínulitlu, hangandi búri í 12 ár og var svolítið beyglaður að sjá. Hver simpansi hefur nafn og þekkja verðirnir simpansana í sundur eins og mæður í hópi barna þekkja börnin sín. Hver simpansi á upplýsingaspjald þar sem maður getur lesið um hvern og einn. Virkilega skemmtilegur staður og eitthvað sem maður styrkir glaður. Fyrir þá sem ekki vita þá eru simpansar í útrýmingarhættu. Vissuð þið að simpansar eru 4 sinnum sterkari en sterkasti karlmaður og árásargjarnir ef þeim er ógnað.

 Augnablikið

Leikið á Diani ströndinni, Kenya

 Vissir þú

Ekki er hægt að temja zebrahesta svo vel sé, þeir eru of skapillir og óútreiknanlegir

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn