Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Dýr

Munaðarlaus fílskálfur

Þessi litlu grey eru á munaðarleysingjahæli fyrir unga fíla. Staðurinn heitir The David Sheldrick Wildlife Trust og er staðsett í Nairobi. Hér er hugsað vel um litlu fílana og þeim er sleppt aftur út í náttúruna þegar þeir eru orðnir nógu gamlir og stálpaðir. Litlir fílskálfar eru afar viðkvæmir, andlega og líkamlega. Þeir eru svo viðkvæmir greyin að alla nóttina er einhver sem lúllar við hliðina á þeim og huggar þá ef þeir eru leiðir. Þeir verða nefnilega afar sorgmæddir ef þeim verða fyrir áfalli, geta dáið úr þunglyndi og alveg eins og mannfólkið þurfa mikla snertingu og hlýju. Þeir verða allt að 70 ára og hafa afar flókið tilfinningalíf. Það er eitthvað sem fáir vita um. Teppin sem þið sjáið á bakinu koma sem gjöf frá British Airways og sokkabuxurnar sömuleiðis sem halda teppinu á bakinu. Þeim verður nefnilega svolítið kalt og eiga líka á hættu að sólbrenna. Við mælum með heimsókn á þennan frábæra stað. Hann er opinn virka daga frá 11-12.

 Augnablikið

Prílað í frumskóginum í Kyambura Gorge Uganda

 Vissir þú

Hver zebrahestur hefur sitt einkennandi mynstur eins og fingrafarið er á fingrum okkar

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn