Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Dýr

Impala antilópa

Í Tsavo West þjóðgarðinum, Kenya. Impala þýðir há horn og svartir fætur og kemur úr Zulu tungumálinu. Þær eru yfirleitt í hjörðum og maður gleymir því allt of oft hvað þær eru fallegar. Maður verður svo æstur yfir fílum, nashyrningum og ljónum en ef maður bara slekkur á bílvélinni og horfir út um gluggann á þessi tignarlegu dýr, kemst maður í gott samband við dýrin í Afríku. Þetta er karldýr eins og sést á löngu og snúnu hornunum. Impala getur stokkið allt að 2,5 metra upp og 9 metra áfram í einu stökki. Þegar heil hjörð stekkur svona af stað út í allar trissur er erfitt fyrir ljónin að sigta út eitt sem bráð.

 Augnablikið

Fíll í Tsavo East þjóðgarðinum, Kenya

 Vissir þú

Nígería er fjölmennasta þjóð Afríku með um 150 milljónir íbúa

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn