Fararstjórar

Fararstjórarnir eru bæði íslenskir og afrískir með margra ára reynslu af ferðalögum um Afríku.

Hvort sem ferðinni er heitið á slóðir Karenar Blixen með öllum lúxus eða frumskógarferð í fjöllum Congo þá hafa íslensku fararstjórarnir reynsluna! Innfæddir fararstjórar eru þaulvanir líka og tala Swahili og ensku. Það er ómetanlegt að vera í fylgd reyndra leiðsögumanna þegar verið er að leita að ljónum í Masai Mara eða ganga í hlíðum Kilimanjaro.

Mynd af Borgari

Borgar Þorsteinsson

Stofnandi og eigandi

Borgar er stofnandi og ásamt eiginkonu sinni, Elínu Þorgeirsdóttur eigandi Afríku Ævintýraferða. Hann hefur ferðast víða um framandi slóðir, m.a. um stóran hluta Asíu og Suður Ameríku en þó hefur Austur Afríka átt hug hans og hjarta frá því hann kom þangað fyrst árið 1992. Borgar hefur ekið um alla Austur Afríku marg oft og þekkir þar hvern krók og kima auk þess að vera vel að sér í menningu svæðisins enda hafa þau hjón dvalið langdvölum í Kenya. Borgar hefur farið með Íslendinga í ferðir til Austur Afríku síðan 1997. Borgar er húsasmiður að mennt en einnig hafa þau hjónin rekið gistiheimili í Hrífunesi: Glacier View Guesthouse

Mynd af Elínu

Elín Þorgeirsdóttir

Stofnandi og eigandi

Elín er annar eigandi Afríku Ævintýraferða ásamt Borgari. Hún er eins og Borgar alvanur ferðalangur og þekkir Austur Afríku einkar vel enda ferðast um hana alla marg oft. Hún hefur búið í Kenya og þekkir dýralífið, þjóðgarðana og gististaðina enda hefur hún verið fararstjóri í ótalmörgum ferðum til Austur Afríku. Elín hefur eins og Borgar farið með Íslendinga í ferðir til Austur Afríku síðan 1997. Elín er með meistaragráðu í félagsfræði og saman eiga þau Borgar strákana Mána og Stein en Elín á einnig Þorgeir Má. Þau hjónin hafa rekið gistiheimilið Glacier View Guesthouse í Hrífunesi um árabil. 

 
Mynd af Mána

Máni
Borgarsson

Máni hefur verið á ferðalagi frá unga aldri og fór í sína fyrstu ferð til Afríku aðeins 9 mánaða gamall. Hann hefur síðustu árin ferðast reglulega með foreldrum sínum og bræðrum á gömlum Land Rover um alla Austur Afríku. Foreldrar hans Elín og Borgar stofnuðu safarífyrirtækið sitt í Kenya árið 1997 og hefur Máni síðustu árin verið fararstjóri í ferðum fyrir hina ungu og ævintýragjörnu. Máni er í smíðanámi og hefur lokið stúdentsprófi. Hægt er að fylgjast með ferðalögum hans á Instagram @maniborgars.

 
team member four

Sigrún Þorsteinsdóttir

Sigrún hefur ferðast töluvert um Austur Afríku, sérstaklega Kenya en einnig Uganda, Tanzaníu og Rwanda. Hún hefur ásamt eiginmanni sínum, Jóhannesi Erlingssyni lóðsað fólk í hestaferðum innanlands. Sigrún er barnasálfræðingur að mennt en er samhliða starfi sínu í doktorsnemi í sálfræði og matvendni/heilsueflingu barna. Hún á og rekur einnig uppskriftavefinn www.cafesigrun.com. Sigrún og Jóhannes bjuggu í London í 10 ár, en búa nú á Íslandi ásamt 2 börnum sínum. Þess má geta að Sigrún tók flestar ljósmyndirnar á vef Afríku Ævintýraferða á ferðalögum sínum um álfuna.

 
team member five

Jóhannes Erlingsson

Jóhannes starfar í tölvugeiranum, er með B.A. gráðu í heimspeki og tölvunarfræði frá HÍ og meistaragráðu í margmiðlun frá London. Líkt og Sigrún konan hans, hefur Jóhannes lóðsað fólk á hestum um hálendi Íslands. Jóhannes er iðinn við utanvegahlaup og göngur, hefur m.a. hlaupið 100 km en hefur einnig farið upp þrjá hæstu tinda Afríku: Mt. Kenya, Margherita tindinn í Rwenzori fjallgarðinum í Uganda og hefur ótalsinnum farið á Kilimanjaro í Tanzaniu. Hann hefur verið fararstjóri í ferðum á þessi fjöll en ekki síst í ferðum á Kilimanjaro. Jóhannes hefur ferðast töluvert um Kenya en einnig hefur hann ferðast um Uganda, Tanzaníu og Rwanda.