Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Fararstjórar

Fararstjórarnir eru bæði íslenskir og afrískir með margra ára reynslu af ferðalögum um Afríku.
Hvort sem ferðinni er heitið á slóðir Karenar Blixen með öllum lúxus eða frumskógarferð í fjöllum Congo þá hafa íslensku fararstjórarnir reynsluna! Innfæddir fararstjórar eru þaulvanir líka og tala Swahili og ensku. Það er ómetanlegt að vera í fylgd reyndra leiðsögumanna þegar verið er að leita að ljónum í Masai Mara eða ganga á Kilimanjaro.
Borgar Þorsteinsson
Borgar er stofnandi og ásamt eiginkonu sinni, eigandi Afríku Ævintýraferða. Hann hefur ferðast víða um framandi slóðir, m.a. um stóran hluta Asíu og Suður Ameríku en þó hefur Austur Afríka átt hug hans og hjarta frá því hann kom þangað fyrst árið 1992. Borgar hefur ekið um alla Austur Afríku marg oft og þekkir þar hvern krók og kima auk þess að vera vel að sér í menningu svæðisins enda hefur hann búið um hríð í Kenya. Borgar hefur farið með Íslendinga í ferðir til Austur Afríku síðan 1997.

Elín Þorgeirsdóttir
Elín er annar eigandi Afríku Ævintýraferða ásamt Borgari. Hún er eins og Borgar alvanur ferðalangur og þekkir Austur Afríku einkar vel enda ferðast um hana alla marg oft. Hún hefur búið í Kenya og þekkir dýralífið, þjóðgarðana og gististaðina enda hefur hún verið fararstjóri í mörgum ferðum til Austur Afríku. Elín hefur lokið mastersgráðu í félagsfræði. Elín hefur eins og Borgar farið með Íslendinga í ferðir til Austur Afríku síðan 1997.

Sigrún Þorsteinsdóttir
Sigrún starfar í tölvugeiranum og er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á Netinu. Hún er útskrifuð frá Listháskólanum, er einnig með B.A gráðu í sálfræði frá HÍ og lauk mastersgráðu í hönnun fyrir gagnvirka miðla í London þar sem hún býr ásamt Jóhannesi manninum sínum. Sigrún hefur lóðsað fólk í hestaferðum innanlands og hefur ferðast töluvert um Kenya en hefur einnig ferðast um Uganda, Tanzaníu og Rwanda. Þess má geta að Sigrún tók allar ljósmyndirnar á vef Afríku Ævintýraferða.

Jóhannes Erlingsson
Jóhannes starfar sem verkefnastjóri í tölvu- og farsímageiranum. Hann er með B.A. gráðu í heimspeki og tölvunarfræði frá HÍ og mastersgráðu í margmiðlun frá London. Líkt og Sigrún konan hans, hefur Jóhannes lóðsað fólk á hestum um hálendi Íslands. Jóhannes hefur einnig gengið á Mt. Kenya, á Rwenzori fjallgarðinn og hefur verið fararstjóri á Kilimanjaro. Jóhannes hefur ferðast töluvert um Kenya en einnig hefur hann ferðast um Uganda, Tanzaníu og Rwanda. Þess má geta að Jóhannes er vefstjóri og forritari þessa vefjar.

Gísli Sigurjón Þráinsson
Gísli hefur góða reynslu af ferðalögum á fjöllum innanlands og í Afríku og er virkur meðlimur Björgunarfélags Akraness. Ásamt ferðum um Ísland hefur Gísli ferðast töluvert um Afríku m.a. til Kenya, Uganda, Rwanda, Tanzaníu og fleiri Afríkulanda allt niður til Suður Afríku. Gísli hefur reynslu af göngu á Kilimanjaro, Mt. Kenya, og Rwenzori fjallgarðinum í Uganda. Gísli er menntaður húsasmiður og vinnur sem verkefnisstjóri hjá TH innréttingum á Akranesi ásamt því að að vera rekstrarstjóri á veitinga- og skemmtistaðnum Gamla Kaupfélaginu Akranesi.

 Augnablikið

Kvöldmistur á Lake Bunyonyi, Uganda

 Vissir þú

Flóðhestar hafa aðeins tvær tegundir óvina; aðra flóðhesta og manninn

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn