Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Kilimanjaro

Á Uhuru tindinum

Þegar toppinum er náð!

Það er um nokkrar leiðir að velja þegar gengið er á Kilimanjaro og getum við aðstoðað við að finna heppilegustu leiðina hverju sinni. Rongai leiðin er fáfarnasta leiðin á fjallinu, en þó hefur ásókn í þessa leið aukist undanfarin ár. Marangu leiðin (Coca Cola leiðin) er aftur á móti sú þekktasta og eina leiðin á fjallinu þar sem hægt er að gista í skálum. Við höfum tekið saman stutta leiðarlýsingu fyrir hvora leið fyrir sig sem og verðhugmynd, bæði fyrir fjallgönguna eingöngu og svo fjallgönguna og safaríferð á eftir. Við viljum vekja athygli á því að þetta eru ekki einu tvær leiðirnar upp fjallið þannig að óskir þú að fara t.d. Machame leiðina eða Shira Plaeau leiðina getum við að sjálfsögðu séð um að skipuleggja þær fyrir þig. Til að fá nánari upplýsingar um Kilimanjaro ferðir, hafðu þá samband við okkur. Hvort sem þú ert að fara á eigin vegum á Kilimanjaro eða vilt koma með okkur í eina af Kilimanjaro ferðum Afríku Ævintýraferða, getum við aðstoðað þig. Það er samt öruggt að hvaða leið upp fjallið sem þú velur þá er það leið að ógleymanlegu ævintýri.

  • Lengd ferðar: 8 dagar
  • Fjöldi í ferð: 10 (eða fleiri/færri)
  • Land: Tanzanía
  • Áhugaverðir staðir: Arusha, Kilimanjaro
Sendu okkur fyrirspurn til að fá nánari upplýsingar um ferðina, þ.m.t. upplýsingar um verð.
Óþroskaðir negulnaglar
Ekki gróðursælt
Stúlkur í kryddskóginum
Zanzibar Coffee House

Nánari upplýsingar og myndir

 Augnablikið

Górilluungi í frumskógi Virunga fjallanna, Rwanda

 Vissir þú

Afríka er fjórum sinnum stærri en Bandaríkin

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn