Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Fjölskylduferð til Kenya

Alltaf hægt að busla í sjónum

Ævintýri fyrir alla fjölskylduna

Ferðin hefst í höfuðborg Kenya, Nairobi þar sem meðal annars er hægt að fara í heimsókn í ABC barnaþorp sem rekið er af Íslendingum. Leiðin liggur svo í átt að hæsta fjalli Kenya, Mt. Kenya (5199m) þar sem farið er að Naivasha vatni þar sem fjöldi flóðhesta dvelur ásamt fjölbreyttu fuglalífi. Við Naivasha er til dæmis mjög algengt að sjá afríska fiskiörninn sitja uppi í tré eða fljúga um loftin blá í leit að æti. Við Naivasha vatnið er einnig að finna hina fallegu svörtu og hvítu Colubusapa. Við Naivasha vatnið er farið í gönguferð á Crescent Island og er engu líkt að ganga meðal zebrahesta, gíraffa, antilópa og gnýja. Þaðan er upplagt að fara til hins þekkta þjóðgarðs Masai Mara þar sem m.a. er hægt að fara í loftbelgjaferð, fara í heimsókn í Masai þorp og auðvitað í safaríferðir. Frá safaríi og villtum dýrum verður flogið til hinnar fallegu Diani strandar sem er við Indlandshafið. Þar er eins og tíminn standi í stað, pálmatrén blakta í golunni, sjórinn er fallega blágrænn og þar er eitt fallegasta kóralrif heims. Það er dásamlegt að liggja undir pálmatré á hvítsendinni ströndinni og horfa á veiðimennina koma að landi á eintrjánungum með afla dagsins eða fara í sjóstangaveiði, köfun eða skoða skrautfiska. Við ströndina heimsækjum við þorp Digoættflokksins þar sem við fræðumst um siði og venjur þeirra. Í lok ferðar verður farið til hinnar sögufrægu hafnarborgar Mombasa þar sem gengið verður um gamla hluta borgarinnar og fræðst um sögu og menningu þessarar merkilegu verslunar- og viðskiptaborgar. Endað verður á kvöldsiglingu með málsverði undir stjörnubjörtum Afríkuhimni.

  • Lengd ferðar: 16 dagar
  • Fjöldi í ferð: 4 (eða fleiri)
  • Land: Kenya
  • Áhugaverðir staðir: Nairobi, Lake Naivasha, Crescent Island, Masai Mara, Mombasa
Sendu okkur fyrirspurn til að fá nánari upplýsingar um ferðina, þ.m.t. upplýsingar um verð.
Fallegt landslag
Impala antilópa
Strákarnir busla
Jackson, Borgar og höfðinginn sjálfur, pabbi Jacksons.

Nánari upplýsingar og myndir

 Augnablikið

Ljónsungar í Masai Mara, Kenya

 Vissir þú

Nyrsti hluti Afríku er Cape Blanc (Ra‘s al Abyad) í Túnis

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn