Afríka Ævintýraferðir - afrika.is
Fara beint í leiðakerfi vefjarins

Einkaferðir til Afríku

Langar þig til Afríku í góðra vina hópi? Viltu fara með fjölskyldunni eingöngu? Viltu fara á eigin vegum?

Í einkaferðum (sérferðum) er oft farið á sömu slóðir og í föstu ferðunum en munurinn er sá að í einkaferðum þá geta t.d. fjölskyldur eða vinahópar bókað ferð eingöngu fyrir sig bæði með eða án íslenskra fararstjóra. Þá getur þú valið nákvæmlega hvernig aðbúnað þú vilt, hvaða áfangastaði þú heimsækir og hvaða leið er farin. Hvort sem það eru fjallagórillur í frumskógum Rwanda sem heilla eða úlfaldaferð í Norður Kenya með Samburu mönnum þá höfum við farið í slíkar ferðir og getum skipulagt þær fyrir þig og þína.

Sendu okkur fyrirspurn eða hringdu í okkur og við munum búa til einstaka ferð fyrir þig og þína um Austur Afríku.

  • Við getum skipulagt ferð fyrir þig og þína um alla Austur Afríku
  • Fararstjórn er eftir þínu höfði þ.e. ferðir geta verið með íslenskri fararstjórn, innlendri fararstjórn með eða án bílstjóra o.s.frv.
  • Við höfum m.a. skipulagt ferðir fyrir saumaklúbba, fjölskyldur, gönguhópa, vinahópa, vinnustaðahópa o.fl.
  • Fjöldi fólks í einkaferð er breytilegur en í fjölmennari ferðum (t.d. 10-15) er yfirleitt mælt með íslenskum fararstjóra
  • Við leigjum út fjórhjóladrifinn Land Cruiser með bílstjóra fyrir t.d. fjölskyldu eða lítinn hóp

Dæmi um ferðir sem hafa verið farnar sem einkaferðir:

 Augnablikið

White Egret fugl svífur um loftin blá í Uganda

 Vissir þú

Í Afríku má finna eina lágvöxnustu og hávöxnustu þjóðflokka heims

 Myndir úr ferðum

Myndir úr ferðum

 Myndskeið úr ferðum

Myndskeið úr ferðum

 Fyrirspurnir

Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?

Sendu fyrirspurn