Einkaferðir

Ljónynja

Ljónynja í Maasai Mara

Blettatígur
Flamengoar í milljónatali
Shoebill
Nashyrningurinn Morani
Górilla í Virunga fjöllunum í Rwanda
Hugað að ungviðinu
Indlandshafið

Langar þig til Afríku í góðra vina hópi? Viltu fara með fjölskyldunni eingöngu? Viltu fara á eigin vegum? Við getum aðstoðað þig við að útbúa draumaferðina.

Í einkaferðum (sérferðum) er oft farið á sömu slóðir og í föstu ferðunum en munurinn er sá að í einkaferðum þá geta t.d. fjölskyldur eða vinahópar bókað ferð eingöngu fyrir sig bæði með eða án íslenskra fararstjóra. Þá getur þú valið nákvæmlega hvernig aðbúnað þú vilt, hvaða áfangastaði þú heimsækir og hvaða leið er farin. Hvort sem það er klassísk safaríferð í Serengetti í Tanzaníu sem þig dreymir um, fjallagórillur í frumskógum Rwanda sem heilla eða úlfaldaferð í Norður Kenya með Samburu ættbálkinum þá höfum við farið í slíkar ferðir og getum skipulagt þær fyrir þig og þína.

  • Við getum skipulagt ferð fyrir þig um alla Austur Afríku
  • Fararstjórn er eftir þínu höfði þ.e. ferðir geta verið með íslenskri fararstjórn, innlendri fararstjórn, með eða án bílstjóra o.s.frv.
  • Við höfum m.a. skipulagt ferðir fyrir saumaklúbba, fjölskyldur, gönguhópa, vinahópa, vinnustaðahópa o.fl.
  • Fjöldi fólks í einkaferð er breytilegur en í fjölmennari ferðum (t.d. 10-15) er yfirleitt mælt með íslenskum fararstjóra