Verið velkomin á vef Afríku Ævintýraferða
Við hjá Afríku Ævintýraferðum höfum lóðsað fólk um gersemar Austur Afríku allt frá árinu 1997. Við höfum skipulagt smærri og stærri ferðir einstaklinga og hópa og m.a. farið með mörg hundruð Íslendinga á topp Kilimanjaro. Vel á annað þúsund Íslendinga hafa notið traustrar leiðsagnar innfæddra og íslenskra fararstjóra og geta vitnað um þá einstöku upplifun sem ferðalag til Afríku er. Aðaláhersla okkar er þó á ferðir með smærri hópa til að upplifunin verði sem sterkust. Hvort sem þig langar að fara í einkaferð til Afríku eða í eina af föstu ferðunum okkar þá getum við skipulagt draumaferðina þína.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vefinn eða ferðirnar hikaðu þá ekki við að hafa samband.
Til gamans má geta að allar myndir á vef Afríku Ævintýraferða eru teknar í ferðum okkar.
Velkomin á vef Afríku Ævintýraferða
Rwenzori - fjallganga sem á sér ekki hliðstæðu

Kilimanjaro í september 2016

Ævintýraleg ferð til Tansanínu; leiðangur á hæsta frístandandi fjall í heimi
Kilimanjaro göngu- og safaríferð

Ævintýraleg ferð til Tansanínu; leiðangur á hæsta frístandandi fjall í heimi og safariferð um þjóðgarða Tansaníu. Hægt að bæta við stoppi á hinni heillandi eyju, Zanzibar.
Augnablikið

Á spjalli við Masai krakka í Masai Mara, Kenya
Vissir þú
Lake Malawi er níunda stærsta stöðuvatn heims og það næst dýpsta í Afríku
Fyrirspurnir
Viltu vita meira um ferðir og fyrirkomulag?
Sendu fyrirspurn